Íslenskar fornaldarsögur Norðurlanda

Þriðjudaginn 21. september kl. 16:30 Annette Lassen miðaldafræðingur og dósent á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum talar um hinar íslensku fornaldarsögur Norðurlanda. Þessar sögur fjalla um norræna konunga og hetjur, t.d. Ragnar loðbrók, Kráku, Sigurð Fáfnisbana og skjaldmeyna Brynhildi, sem eru einnig forfeður og formæður íslenskra landnámsmanna. Sögurnar eiga að gerast fyrir kristnitöku og fyrir landnám Íslands þegar menn voru stærri og sterkari en það fólk sem nú er uppi. Fornaldarsögur Norðurlanda hafa lengi verið vanræktur fornsagnaflokkur en til stendur að gera sögurnar aðgengilegar í nýjum útgáfum auk þess sem ný fræðirit um þær eru í bígerð.

Annette Lassen er rannsóknardósent við Árnastofnun. Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017 féllu í hlut Annette en hún hefur með kynningu á fornbókmenntunum haldið ríkulega á loft framlagi Íslands til heimsbókmenntanna. Hún hefur skipulagt fjölda ráðstefna, haldið fyrirlestra, skrifað fjölda greina og kynnt fornbókmenntir Íslendinga í fjölmiðlum. Þá ritstýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku útgáfu Íslendingasagnanna og þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur það ár.

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

21.09.2021
Expired!

Tími

16:30
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content