Innbyggður læknir
Innbyggður læknir
Ímyndaðu þér að þú hafir innbyggðan lækni sem fæddist með þér. Lækni, sem getur læknað bæði líkamleg og andleg mein á einfaldan og fljótlegan hátt.
Ímyndaðu þér svo að til sé fólk sem getur talað við lækninn í huga þínum og þig til skiptis og að með því móti geti hann losað þig við kvíða, þunglyndi, fíkn, mígreni og fjölmargt annað sem kann að vera að hrjá þig og losað þig undan áhrifum úr uppeldinu eða erfiðri sambúð sem þú vilt ekki þola lengur.
Ímyndaðu þér líka að þú getir lært að tala við þinn innri lækni beint og milliliðalaust og gert þær breytingar sem þú vilt !
Getur þú séð þetta fyrir þér ?
Sem betur fer er þetta ekki ímyndun heldur staðreynd!
Ingibergur Þorkelsson
Ég íhugaði að læra sálfræði að loknu stúdentsprófi. Fór þá ásamt skólasystur sem var í sömu hugleiðingum að hitta prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Hann dró úr áhuga mínum og ráðlagði mér að fara ekki í þetta nám “ef það væri út af mér”. Mér fannst þetta undarleg ráðgjöf og áttaði mig ekki á því þá að prófessorinn var að tala út frá eigin reynslu. Ég ákvað að ég hefði lítið að læra af þessum manni og fór í staðinn í viðskiptafræði.
Ég hafði áfram áhuga á mannshuganum og þar með sálfræðinni og hef lesið hana af og til undanfarna áratugi auk þess að fylgjast með þróun taugafræðinnar.
Ég er í dag eigandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands auk þess að reka meðferðarstofu þar sem ég þróaði Hugræna endurforritun
Staðsetning
Dagur
- 18.05.2021
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Ingibergur Þorkelsson
Eigandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30