Hvernig mataræði stuðlar að góðri heilsu?

Þriðjudaginn 6. maí kl. 16:30 kemur Jóhanna Eyrún Torfadóttir til okkar í Hæðargarð 31 með erindi sem hún nefnir: Hvernig mataræði stuðlar að góðri heilsu?
Það er misjafnt milli einstaklinga hversu mikið við spáum í mataræðið okkar og flest okkar höfum komið okkur upp venjum á fullorðinsárum sem erfitt getur reynst að breyta.
Í fyrirlestrinum fer Jóhanna E. Torfadóttir yfir ný viðmið um orku- og næringarefni sem og nýjar fæðutengdar ráðleggingar frá embætti landlæknis. Sérstök áhersla verður lögð á breyttar þarfir eftir því sem við eldumst og hvernig hægt er að gera litlar en jákvæðar breytingar fyrir heilsuna.
Jóhanna útskrifaðist með meistaragráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002, eftir að hafa tekið meirihluta skylduáfanga sem gestastúdent við hinn konunglega Landbúnaðarháskóla í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa starfað á Matvælasviði Umhverfisstofnunar og sem ráðgjafi fyrir skólamötuneyti Reykjavíkurborgar hóf hún doktorsnám við Miðstöð í lýðheilsuvísindum hjá Læknadeild HÍ haustið 2007. Fjallaði verkefni hennar um næringu á mismunandi æviskeiðum og tengsl við krabbamein í blöðruhálskirtli. Gögnin fyrir verkefnið voru fengin frá Hjartavernd og hefur Jóhanna unnið að fjölda rannsókna tengt fleiri tegundum krabbameina í samstarfi við Hjartavernd.
Eftir að hafa unnið að nýdoktoraverkefni um D-vítamínbúskap og lifun með krabbamein starfaði Jóhanna hjá Krabbameinsfélaginu um nokkra ára skeið en starfar nú í hlutastarfi hjá embætti landlæknis og sem lektor
við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Hún á þrjú börn, eitt barnabarn og hund og því líflegt og skemmtilegt bæði á vinnutíma sem og utan vinnunnar.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 06.05.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Jóhanna Eyrún Torfadóttirnæringarfræðingur
Næsti viðburður
- Drifðu þig út
-
Dagur
- 27 maí 2025
-
Tími
- 16:30