Hellarnir við Hellu 9. september

Kæru félagar,

Fyrsti viðburður haustsins hjá menningarhópi verður ferð til að skoða hellana við Hellu þann 9. september. Þar fáum við góða leiðsögn um svæðið hjá starfsmanni hellanna. Heimsóknin kostar 3.900 krónur.

Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.

Eftir hellaskoðun fáum við fiskmáltíð á Stracta Hótelinu á sanngjörnu verði, 2.690 krónur.

Á heimleiðinni stoppum við svo í klukkutíma á Selfossi þar sem hægt er að skoða nýja miðbæinn, fá sér kaffi/ís eða versla í einhverri af fínu búðunum í miðbænum.

Lagt verður af stað frá Hæðargarði kl. tíu og væntanlega komið þangað aftur um klukkan fimm.

Verið er að afla tilboða í rútuferð og verður niðurstaða kynnt þeim sem skrá sig í ferðina því verðið fer eftir stærð rútu og þar með eftir fjölda farþega.

kveðja frá menningarnefnd

 

Hellarnir við Hellu

Staðsetning

Hellarnir við Hellu

Dagur

09.09.2022
Expired!

Tími

10:00 - 17:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content