Heimsókn menningarhóps í leikhús: Ég lifi enn sönn saga – ný dagsetning

Heimsókn menningarhóps í leikhús: Ég lifi enn sönn saga

Ný dagsetning 8. mars

Næsta sýning á leikverkinu: Ég lifi enn – sönn saga í Tjarnarbíói verður 8. mars kl. 20:30. Menningarnefnd hefur tekið frá 20 sæti á sýningunni. Þeir sem áður höfðu skráð sig  og greitt þurfa ekki að skrá sig aftur en fá tölvupóst þar sem þeir verða beðnir að staðfesta þátttöku.

Sýningin er ljóðrænt verk sem tengir saman hreyfingu og raunverulegan texta eldri borgara um þriðja æviskeiðið í fallegu sjónarspili. Verkið er innblásið af persónulegri reynslu fólks og vekur hugleiðingar um aðstæður eldri borgara í samfélaginu.

Höfundar: Rebekka A. Ingimundardóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Ásdís Skúladóttir og leikhópurinn.

Verð fyrir leiksýningu: 5.192.- (afsláttarverð fyrir eldri borgara).

Fyrir sýningu fara þeir sem vilja á Jómfrúna og fá sér snarl og spjalla. Við eigum pantað borð kl. 18:30 og á  Jómfrúnni eru tekin frá 20 sæti fyrir okkar hóp. Þegar þið haið skráð ykkur, vinsamlegast sendið póst á u3areykjavik@gmail.com og látið vita hvort þið ætlið að mæta á Jómfrúna fyrir sýningu.

Eftir sýningu verður almenn umræða í leikhúsinu um leikverkið, m.a. í tilefni af því að 8. mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Vinsamlegast skráið ykkur og greiðið leikhúsmiðann inn á reikning U3A Reykjavík – sjá neðst. Þeir sem þegar hafa greitt (og ekki fengið endurgreitt) þurfa ekki að skrá sig aftur.

Með bestu kveðju frá stýrihópi.

U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

Tjarnarbíó

Staðsetning

Tjarnarbíó
Tjarnargata 12, 101 R.

Dagur

08.03.2023
Expired!
Uppbókað!

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content