Heimsókn menningarhóps til Hjálpræðishersins

Heimsókn menningarhóps til Hjálpræðishersins

Menningarhópurinn stefnir að heimsókn til Hjálpræðishersins miðvikudaginn 26. apríl kl. 14.30. Þar fáum við kynningu á starfsemi Hjálpræðishersins og gengið verður með okkur um glæsilega húsið þeirra og það skoðað.

Mörg okkar eiga gamlar minningar um Hjálpræðisherinn að syngja og safna fé á torgum Reykjavíkur en fæst okkar vita kannski mikið um umfangsmikið starf Hersins.

Að lokum fáum við okkur svo kaffi á þeirra ágæta kaffihúsi og veltum vöngum yfir því sem við höfum heyrt og séð. Kaffi og meðlæti velur hver fyrir sig og borgar.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir 25. apríl svo við getum látið vita hve margir koma.

Með bestu kveðju frá stýrihópi.

 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Staðsetning

Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Dagur

26.04.2023
Expired!
Uppbókað!

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content