Heimsókn menningarhóps í leikhús: Ég lifi enn sönn saga
Sýningin hefur verið felld niður
Heimsókn menningarhóps í leikhús: Ég lifi enn sönn saga
Leikhúsið hefur fellt niður sýningu á Ég lifi enn – sönn saga. Næsta sýning verður 8. mars. Þeir sem höfðu greitt miða fá skilaboð í tölvupósti.
Þann 11. febrúar kl. 14:00 leggur menningarnefnd til að farið verði í leikhús til að sjá Ég lifi enn-sönn saga í Tjarnarbíói. Sýningin er ljóðrænt verk sem tengir saman hreyfingu og raunverulegan texta eldri borgara um þriðja æviskeiðið í fallegu sjónarspili. Verkið er innblásið af persónulegri reynslu fólks og vekur hugleiðingar um aðstæður eldri borgara í samfélaginu.
Höfundar: Rebekka A. Ingimundardóttir, Þórey Sigþórsdóttir, Ásdís Skúladóttir og leikhópurinn.
Verð fyrir leiksýningu: 5.192.- (afsláttarverð fyrir eldri borgara).
Eftir sýningu fara þeir sem vilja á Jómfrúna og fá sér snarl og ræða sýninguna. Þar erum við svo lánsöm að fá með okkur einn höfunda, leikstjóra og leikara sýningarinnar Ásdísi Skúladóttur og hún mun spjalla við okkur um gerð leikverksins og uppsetningu. Á veitingastaðnum pantar hver fyrir sig og greiðir.
Í leikhúsinu og á Jómfrúnni eru tekin frá 20 sæti fyrir okkar hóp. (Þar fyrir utan geta að sjálfsögðu allir keypt sér miða í leikhús og farið á Jómfrúna).
Vinsamlegast bókið sem fyrst og greiðið leikhúsmiðann inn á reikning U3A Reykjavík – sjá neðst.
Með bestu kveðju frá stýrihópi.
U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.
Staðsetning
Dagur
- 11.02.2023
- Expired!
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30