Heimsókn menningarhóps á Kúnstpásu

Menningarhópur efnir til heimsóknar á Kúnstpásu í Norðurljósum Hörpu

Menningarhópurinn stefnir að stund í Hörpu til að hlusta á Kúnstpásu „Dúett dagsins“ þar sem þær Hrafnhildur Björnsdóttir og Karin Thorbjörnsdóttir óperusöngkonur syngja.  Martyn Parkes leikur á píanó. Tónleikarnir eru ókeypis og verða þann 24.janúar kl. 12.15 og eru yfirleitt í hálfa klukkustund. Ekki er gefið upp hvað þær syngja fyrr en á tónleikadegi.

Eftir tónleikana höfum við tekið frá borð á veitingahúsinu Hnoss á jarðhæð. Þar verður í boði Hnoss fiskisúpa með nýbökuðu brauði og smjöri. Verð: kr.3.900.-.

Tónleikarnir eru að sjálfsögðu öllum opnir en vinsamlegast skráið ykkur ef þið viljið koma með í súpuna og greiðið inn á reikning U3A Reykjavík, sjá hér neðst.

Athugið að aðeins 20 sæti eru frátekin fyrir okkur á veitingahúsinu.

Með bestu kveðju frá stýrihópi.

U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merkið greiðsluna með kennitölu greiðanda.

Harpa

Staðsetning

Harpa
Á austurbakka Reykjavíkurhafnar

Dagur

24.01.2023
Expired!

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content