Heimsókn í Viðey 11. september
U3A Reykjavík efnir til heimsóknar í Viðey undir stjórn nýs menningarhóps laugardaginn 11. september. Siglt verður með ferjunni frá Skarfabakka kl. 13:15. Í Viðey tekur á móti hópnum leiðsögumaður sem rekur söguna og leiðir hópinn m.a. að gamla skólahúsinu á eynni. Að göngu lokinni geta þeir sem vilja fengið sér kaffi í Viðeyjarstofu og greiðir þar hver fyrir sig.
Verð fyrir ferðina er 3.500 kr. fyrir leiðsögn og fargjald í ferjuna.
Frekari upplýsingar og skráning verður send félagsmönnum í tölvupósti.
Heimför áætluð 16:30.
Eyjan er afar gróðursæl og var öldum saman talin ein besta bújörð landsins. Þar bjuggu menntamenn og áhrifamenn í íslensku samfélagi og þar sjást enn ummerki túna og hlaðinna garða. Eyjan skiptist í tvo hluta, Heimaey og Vesturey sem tengjast með Eiðinu. Á austurhluta Heimaeyjar er að finna rústir þorps frá tímum Milljónafélagsins þegar útgerð og mannlíf stóð þar í miklum blóma. Nú standa þar eftir aðeins tvær byggingar og rústir einar sem minna á liðna tíma. Á Heimaey standa ein elstu hús landsins, Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa sem áður hýstu heldri fjölskyldur en eru nú opin almenningi og þar er einnig rekinn veitingastaður. Sagan drýpur af hverju strái í Viðey en eyjan er jafnframt útivistasvæði í eigu Reykvíkinga og öllum er velkomið að koma og njóta kyrrðar og náttúru eyjarinnar (texti fenginn af heimasíðu Borgarsögusafns).
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 11.09.2021
- Expired!
Tími
- 13:15
Verð
- ISK6
The event is finished.
Næsti viðburður
- Vindorkuver – áhrif á umhverfi og samfélag.
-
Dagur
- 14 jan 2025
-
Tími
- 16:30