Heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar
Menningarhópur
Kæru félagar!
Næsti viðburður menningarhóps verður miðvikudaginn 10. apríl kl. 11.00. Þá heimsækjum við Stofnun Árna Magnússonar og fræðumst um starfsemi hennar og skoðum hið nýja hús íslenskunnar – Eddu.
Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og miðla þekkingu um þau. Sömuleiðis er stofnuninni ætlað að varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.
Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar og Ingibjörg Þórsdóttir sviðsstjóri miðlunar, taka á móti hópnum. Ingibjörg mun síðan fræða okkur um starfsemi stofnunarinnar og svo verður gengið um húsið.
Eftir heimsóknina í Eddu förum við í Norræna húsið og fáum súpu, brauð og kaffibolla. Það kostar kr. 2.890.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og greiðið svo við getum látið vita um fjöldann á báðum stöðum.
Reikningur: 0301-26-011864
Kt: 430412-0430
Með kveðju frá stýrihópi,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Staðsetning
Dagur
- 10.04.2024
- Expired!
Tími
- 11:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Menningarhópur heimsækir sýningu í Eddu, húsi íslenskunnar
-
Dagur
- 15 jan 2025
-
Tími
- 14:00