Heimsókn í Sólheima

Sólheimar er sjálfbært samfélag í Grímsnesi þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar voru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974).

Við heimsækjum Sesseljuhús sem býður upp á fræðslupakka sem kallast Sjálfbær þróun og Sólheimar. Þar er fjallað almennt um sjálfbæra þróun, sjálfbærar byggingar og hvernig starfið á Sólheimum hefur tekið mið af umhverfismálum allt frá stofnun, árið 1930. Fræðslupakkinn hefst á kynningu í ráðstefnusal þar sem fjallað er almennt um sjálfbæra þróun og sýndar myndir úr sögu Sólheima. Einnig er fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til sjálfbærra bygginga og hvernig Sesseljuhús stenst þessar kröfur. Að kynningu lokinni er hópurinn leiddur í gegnum sýninguna ‘Hrein orka – betri heimur’ sem fjallar um endurnýjanlega orkugjafa. Fræðslunni lýkur með gönguferð um byggðahverfið Sólheima þar sem fróðleikurinn úr kynningu og sýningu lifnar við.

Farið verður frá Hæðargarði 31 kl. 13:30.

Verð: 3.500 kr. Greiðist við rútu.

Skrá mig hér

Dagur

26.09.2019
Expired!

Tími

13:30 - 17:00

Verð

ISK3.500

The event is finished.

Scroll to Top
Skip to content