Heimsókn í Rokksafnið í Reykjanesbæ
Menningarnefnd stendur fyrir heimsókn í Rokksafnið í Reykjanesbæ föstudaginn 22. október nk. Á safninu verður tekið á móti okkur og við fáum leiðsögn. Eftir heimsóknina í safnið verður haldið á kaffihús í grenndinni þar sem þátttakendur geta keypt sér kaffi. Þar hittum við einnig félaga í U3A Suðurnes.
Farið verður frá Hæðargarði 31 kl. 12:40 og áætluð heimkoma er um kl. 18:00.
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi þar er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.
Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja (upplýsingar af heimasíðu safnsins).
Ferðin kostar 4.500.- fyrir félaga í U3A og 5.000.- fyrir utanfélagsmenn. Innifalinn er aðgangseyrir á safnið, gjald fyrir leiðsögn og gjald fyrir rútu.
Kjósi þátttakendur að koma á eigin bíl kostar það 2.000.- og 2500.- fyrir þá sem eru utan félags.
Vinsamlegast greiðið skv. neðangreindu
Nafn reikningshafa: U3A Reykjavík.
kt: 430412-0430
reikn: 0301-26-011864.
Vinsamlegast merktu greiðsluna með kennitölu þinni.
Staðsetning
Dagur
- 22.10.2021
- Expired!
Tími
- 12:40 - 18:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30