Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
Frá Menningarhópi
Fyrsti viðburður Menningarhóps á þessu hausti verður heimsókn á Lyfjafræðisafnið, Safnatröð 3 á Seltjarnarnesi kl. 11:00 mánudaginn 23. september. Á safninu er haldið til haga munum sem tengjast sögu lyfjafræðinnar. Þar er að sjá helstu tæki sem notuð hafa verið til lyfjagerðar og sýnishorn af apóteksinnréttingum frá fyrstu tugum síðustu aldar. Á móti okkur tekur Brynhildur Briem formaður stjórnar safnsins. Hún mun fræða okkur um safnið og notkun þeirra hluta sem þar er að finna.
Við getum líka skoðað Urtagarðinn en þar er safn urta sem notaðar hafa verið til lækninga og heilsubótar. Þar er reyndar farið að hausta, en fróðlegt samt.
Eftir heimsókn á safnið förum við í hádegismat á veitingastaðnum í Ráðagerði sem er skammt frá safninu.
Aðgangur að safninu er ókeypis en maturinn, bacalao og tiramisu, kostar kr. 5.472. Aðra drykki en vatn greiðir fólk sjálft á staðnum.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst og greiðið svo hægt sé að láta þá sem taka á móti okkur vita um fjöldann.
Reikningur: 0301-26-011864
Kt: 430412-0430
Minni á að viðburðir Menningarhóps eru öllum félögum U3A opnir en fjöldinn ræðst alltaf af aðstöðu þeirra sem taka á móti okkur.
Fyrir hönd stýrihóps,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Staðsetning
Website
https://www.lfi.is/um-lyfjafraedisafnidDagur
- 23.09.2024
- Expired!
Tími
- 11:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30