Heilun heilans: er lykill falinn í hvíta efninu?

Helmingur heilsans er svokallað hvíta efni, sem hefur hingað til verið lítt rannsakað en gæti geymt lykilinn að lausn á heila- og taugahrörnunarsjúkdómum.
Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvað hvíta efni heilans er og rýnt í sögulegt samhengi til að skýra hvers vegna áhrif skemmda í því hafa lítið verið rannsökuð.
Fyrirlesturinn mun kynna hvernig skemmdir í hvíta efninu eiga sér stað í mænusiggi (MS) og taugahrörnunarsjúkdómum, svo sem Alzheimer. En enn eru engar fullnægjandi læknismeðferðir til við þessum sjúkdómum, sem einnig valda verulegum kostnaði fyrir samfélagið. Nú er ljóst að skemmdir á hvíta efninu koma fram áður en klínísk einkenni og taugahrörnun verða sýnileg, sem bendir til þess að þær hafi orsakasamband við taugahrörnun.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um orsakasamband skemmda í hvíta efninu og taugasjúkdóma almennt, auk grunnrannsókna okkar sem lúta að stofnfrumum sem laga hvíta efni heilans. Við leggjum fram þá tilgátu að skemmdir í hvíta efninu valdi breytingum í heilavirkni sem stjórna þessu endurnýjunarferli mýelíns og með að nýta endurnýjunarferli mýelíns gæti verið hægt að koma í veg fyrir heilabilun.
Lyf sem örva mýelínmyndun gætu gjörbylt þeim læknismeðferðum sem notaðar eru til að bæta taugastarfsemi hjá einstaklingum með fjölmarga taugasjúkdóma.
Ragnhildur Þóra Káradóttir lauk grunnnámi í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Hún hóf framhaldsnám í taugavísindum á styrk frá Wellcome Trust and Chevening við University College London (UCL) og lauk þar doktorsnámi undir handleiðslu prófessors David Attwell. Eftir útskrift hlaut hún Dorothy Hodgkin styrk frá Royal Society UK og Wellcome Trust Career Development rannsóknarstyrk til að stofna eigin rannsóknarhóp við Háskólann í Cambridge.
Síðan hún stofnaði rannsóknarstofu sína hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga. Meðal verðlauna hennar eru Lister Institute Research Prize (einn af fimm í Bretlandi), Allen Distinguished Investigator Award (einn af fimm á heimsvísu og í fyrsta sinn veitt utan Bandaríkjanna) og ERC Consolidator Award. Hún var valin í FENS-Kavli Network of Excellence (einn af 20 í Evrópu) og árið 2020 var hún skipuð forstöðumaður Cambridge Centre for Myelin Repair, sem er styrkt af MS-félagi Bretlands við Háskólann í Cambridge.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 11.03.2025
Tími
- 16:30
-
00
dagar
-
00
klukkustundir
-
00
mínútur
-
00
sekúndur
Fyrirlesari
-
Ragnhildur Þóra Káradóttirprófessor við Háskóla Íslands
Næsti viðburður
- Stiklað á stóru um áhrif erlendra menntastrauma á þróun menntahugmynda á Íslandi í gegnum aldirnar
-
Dagur
- 18 mar 2025
-
Tími
- 16:30