Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu

Í undirbúningi er ferð á vegum U3A Reykjavík og Söguerða til Istanbul, Efesus og Kappadokíu, einnig verður komið til Konya, Pamukkale og Kusadasi. Haustferðin verður farin 15.-27. september og enn eru nokkur sæti laus. Hópur félagsmanna fór til Istanbul, Ankara og Konya vorið 2024 og er haustferðin með aðeins breyttri dagskrá m.a. með hliðsjón af vorferðinni.

Dagskrá haustferðarinnar má sjá hér Haust 24.

Þorleifur Friðriksson hjá Söguferðum sér um skipulag ferðarinnar í samstarfi við tyrkneska ferðaskrifstofu sem leggur til staðarleiðsögumann. Jón Björnsson heldur námskeið hjá U3A Reykjavík til undirbúnings ferðinni í lok ágúst 2024 og verður það auglýst sérstaklega.

Æskileg hópstærð í ferð af þessu tagi, þar sem gengið er að sögustöðum og leiðsögn er veitt á göngunni er 25-30 manns og er fjöldi miðaður við það.

Ferðin kostar 600 þúsund  miðað við gistingu í tveggja manna herbergi, viðbót fyrir eins manns herbergi er 100 þúsund. Gist verður á 4 og 5 stjörnu hótelum. Skoða má hótelin í dagskránni.

Dagur

15.09.2024
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA
Uppbókað!
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Scroll to Top
Skip to content