Haustferð U3A félaga til Istanbul, Ankara og Konya

Í undirbúningi er ferð á vegum U3A Reykjavík til Istanbul, Ankara og Konya haustið 2024. Ferðanefnd hefur fundað og komin eru fyrstu drög að ferðalýsingu sem fylgir hér.

Tyrklandsferð 2023

Þorleifur Friðriksson sér um skipulag ferðarinnar og Jón Björnsson verður leiðsögumaður okkar ásamt staðarleiðsögumanni. Jón heldur námskeið til undirbúnings ferðinni í febrúar 2024. Námskeiðið er fyrir báða hópana í vor- og haustferð 2024.

Æskileg hópstærð í ferð af þessu tagi, þar sem gengið er að sögustöðum og leiðsögn er veitt á göngunni er 20-25 manns. Því hefur verið ákveðið að bjóða ferðina bæði vor og haust 2024 og skipta þannig hópnum upp.

Haustferðin verður farin eftir miðjan september. Endanlegar dagsetningar verða birtar síðar.

Áætlaður kostnaður er 500-600 þúsund  miðað við gistingu í tveggja manna herbergi, viðbót fyrir eins manns herbergi verður um 100 þúsund. Gist verður á 4 og 5 stjörnu hótelum. Athugið að ekki er enn hægt að gefa upp endanlegt verð, m.a. þar sem verð á flugi er ekki komið.

Dagur

23.09.2024

Tími

11:00 - 12:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 18
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
 • 00

  dagar

 • 00

  klukkustundir

 • 00

  mínútur

 • 00

  sekúndur

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content