Harðstjórn verðleikanna.
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 kl. 16:30 flytur Vilhjálmur Árnason fyrirlestur í Hæðargarði 31 sem hann nefnir: Harðstjórn verðleikanna.
Reifaðar eru hugmyndir heimspekingsins Michaels Sandel í bókinni The Tyranny of Merit (2021) og þær settar í samhengi við réttlætishugmyndir almennt og íslenskt samfélag.
Hugmyndin um að hver og einn eigi að njóta verðleika sinna er almennt viðtekin sem gagnlegt leiðarljós í réttlætisbaráttu og hefur verið lykilstef í pólitískri orðræðu undanfarinna áratuga. Sandel og fleiri heimspekingar hafa þó gagnrýnt verðleikahugmyndina, því þótt hún hafi gegnt mikilvægu sögulegu hlutverki þá sé hún nú á dögum notuð til að draga fjöður yfir ójöfnuð og ranglæti. Raunar eru færð rök fyrir því að verðleikahugmyndin sé skaðleg í margvíslegu samhengi og eigi þátt í þeirri kulnun sem fylgir fullkomnunaráráttu og frammistöðukröfum samtímans.
Vilhjálmur Árnason lét nýlega af störfum sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Meðal ritverka hans er bókin Farsælt líf, réttlátt samfélag (Heimskringla 2008). Nýjasta bók Vilhjálms er 3. útgáfa Siðfræði lífs og dauða (2023).
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 27.02.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Vilhjálmur Árnasonheimspekiprófessor
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30