Námskeið: Gyðingar, siðir, saga og menning

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:30 hefst námskeiðið: Gyðingar; saga, siðir og menning, sem er haldið af Jóni Björnssyni og Þorleifi Friðrikssyni. Á þessum fyrsta fundi er efnið: Hver er Gyðingur. Saga Gyðinga frá upphafi til 70 e. Kr.

Auk þess að vera almenn fræðsla um Gyðinga og sögu þeirra, er gert ráð fyrir að á námskeiðinu verði undirbúin ferð um Gyðingaslóðir í (Mið)Evrópu vor/sumar/haust 2022. Námskeiðið er í fjórum hlutum, fyrirlestrum sem eru ca. 2 klst hver. Fimmti hlutinn kann að bætast við og snýst þá um skipulagningu á ferð. Þátttakendur skrá sig á hvern fyrirlestur fyrir sig. Þeim verður einnig streymt eins og venja er með fyrirlestra á vegum U3A Reykjavík

Námskeiðið er í tvö skipti í nóvember, fyrst 25. nóvember og svo 30. nóvember. Síðari hluti námskeiðsins verður tvö til þrjú skipti seinni hluta janúar 2022. Dagsetningar í janúar verða auglýstar með góðum fyrirvara.

Efnisþættir námskeiðsins eru þessir (með fyrirvara):
I. Inngangur. Hver er Gyðingur. Saga Gyðinga frá upphafi til 70 e. Kr.
II. Biblían. Gyðingdómur, trú og helgisiðir, Matarhefðir
III. Sefardar á Spáni. Askenasar í Mið- og Austur-Evrópu. Menning, listir og bókmenntir. Ferð/ áfangastaðir á Gyðingaslóðum.
IV. Antisemitismi, ofsóknir og flótti. Zíonismi. Ísrael. Gyðingar á Íslandi
V. Ferð: tími, áfangastaðir.

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://ja.is/?q=h%C3%A6%C3%B0argar%C3%B0ur%2031

Dagur

25.11.2021
Expired!

Tími

16:30
Uppbókað!

The event is finished.

Fyrirlesarar

Scroll to Top
Skip to content