Námskeið: Gyðingar, siðir, saga og menning. Lokafundur.
Fimmtudaginn 10. mars kl. 16:30 verður lokafundur námskeiðsins: Gyðingar; saga, siðir og menning, sem er haldið af Jóni Björnssyni og Þorleifi Friðrikssyni.
Í upphafi námskeiðsins var kynnt sú hugmynd að efna að því búnu til ferðar
um slóðir Gyðinga í Evrópu ef áhugi væri á því hjá þátttakendum. Nú verður fundur haldinn í Hæðargarði 31 til að kanna þann áhuga og – ef svo fer – byrja á að undirbúa og skipuleggja þannig ferð.
Á fundinum verða kynntar menningarminjar Gyðinga og sögulegir staðir sem til greina kæmi að heimsækja; svo sem söfn, borgarhverfi, legstaði, sýnagógur, gettó og jafnvel fangabúðir.
Þær borgir sem líklega kæmu helst til greina að fara til
eru m.a. Berlín, Lodz, Prag, Varsjá, Krakow, Amsterdam, Vilníus.
Á fundinum verður kannað hvort áhugi er á slíkri ferð, hvert ætti að fara, hvenær, hve löng ferð, tímasetningar og verðhugmyndir.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 10.03.2022
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesarar
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
-
Þorleifur Friðrikssonsagnfræðingur
Þorleifur Friðriksson hefur lungan úr starfsævi sinni sýslað við sagnfræði og kennslu auk þess sem hann hefur um árabil rekið Söguferðir ehf, ferðaskrifstofu fyrir forvitna.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30