Gervigreind á mannamáli
Gervigreind á mannamáli. Þyrftum við að þekkja hana betur? Stefán Ólafsson lektor flytur fyrirlestur um þetta efni 15. október kl. 16:30 í Hæðargarði 31.
Eins og þið þekkið má segja að, samkvæmt Wikipedíu, sé gervigreind vitræn hegðun véla og geta kerfis þeirra til að túlka og læra af utanaðkomandi gögnum
Rakin verður stuttlega saga gervigreindar, hvernig hugmyndin hefur þróast og af hverju við viljum búa til greind. Áhersla Stefáns er á máltækni, byggð á fjölbreyttum áherslum í hans námi, og hann rekur nánar hvað þar er efst á baugi. Einnig fer Stefán yfir einhver spennandi álitamál í þessari grein þverfaglegu tölvuvísindanna. Hann gefur góðan tíma í fyrirspurnir og umræður að loknum fyrirlestri.
Stefán Ólafsson er lektor við tölvunarfræðideild og rannsakandi við gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Sérsvið Stefáns er máltækni en hann er með doktorsgráðu í heilbrigðisupplýsingatækni, meistaragráðu í máltækni og BA-gráðu í enskum og kínverskum fræðum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 15.10.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Stefán Ólafsson tölv.fr.Tölvunarfræðingur
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30