Flakkað um framandi lönd. Sr. Þórhallur Heimisson segir frá bók sinni Saga guðanna.

Fyrirlesturinn kallast:  „Flakkað um framandi lönd“ – sr. Þórhallur Heimisson prestur í Svíþjóð segir frá nýrri bók sinni „Saga guðanna“ og ferðasögum sem henni tengjast. Bókina prýða um 150 myndir sem Þórhallur hefur tekið á ferðum sínum og sýnir hann hluta þeirra á fyrirlestrinum. Myndina sem fylgir þessari kynningu tók Þórhallur í Bútan í um 4000 m hæð.

Saga guðanna er fróðleg og yfirgripsmikil bók, 410 blaðsíður,  þar sem lesandanum boðið í ferðalag um heim trúarbragðanna. Fjallað er á aðgengilegan hátt um það sem helstu trúarbrögð mannkyns hafa sjálf fram að færa, saga þeirra rakin í stórum dráttum og helstu einkennum þeirra lýst. Höfundur hefur sjálfur heimsótt helstu höfuðstöðvar trúarbragða heimsins og tengir í bókinni sögu guðanna við eigin ferðasögur og flakk, einn og sem leiðsögumaður

Þórhallur Heimisson hefur lengi verið starfandi prestur í íslensku og sænsku þjóðkirkjunni og hefur stundað framhaldsnám í trúarbragðasögu. Þá hefur höfundur ferðast vítt og breitt um heiminn sem leiðsögumaður undanfarin 25 ár, allt frá tindum Himalajafjalla að eyðimörkum Egyptalands.

Vefstreymi

Staðsetning

Vefstreymi

Dagur

08.12.2020
Expired!

Tími

16:30 - 18:00

The event is finished.

Fyrirlesari

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content