Fjandinn, víti og hið illa, þriðji fundur
Jón Björnsson heldur námskeið fyrir félagsmenn U3A Reykjavík í nóvember sem nefnist: Fjandinn, víti og hið illa, þriðji og síðasti fundur verður fimmtudaginn 17. nóvember.
Fjandinn er persónugervingur hins illa og ein mikilvægasta persónan í mannheimum fyrr og síðar. Endur fyrir löngu var hann klárasti engillinn í risastórri englahjörðinni í himnaríki, en eftir innanríkisátök var honum fleygt þaðan út ásamt 133 000 000 púkum og settist þá að í Víti. Víti er stór og margbrotin stofnun þar sem syndugu fólki og skíthælum er refsað á hnitmiðaðan hátt undir yfirstjórn Fjandans. Þess utan dreymir Fjandann um að koma hvarvetna á óreiðu þar sem skipulag hefur ríkt frá því Drottinn skapaði heiminn. Þeir eru ósammála um flest en þó eiga þeir töluverða sameiginlega hagsmuni.
Það er vissara að þekkja Fjandann og gildrurnar sem hann leggur fyrir hið breyska mannkyn (og ekkert síður á þriðja æviskeiðinu) og líka er gott að kunna einhver skil á Víti ef maður skyldi bóka sig þangað óvart.
Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið fyrir félagsmenn í U3A Reykjavík.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 17.11.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 17:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Íslendingasögur sem heimild um samfélagskerfi
-
Dagur
- 26 nóv 2024
-
Tími
- 16:30