Falsfréttir og upplýsingaóreiða: Hver er staðan á Íslandi?

Þriðjudaginn 23. nóvember kl. 16:30 flytur Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, erindi um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

Mikið hefur verið rætt um falsfréttir og upplýsingaóreiðu undanfarin misseri. Í erindinu fjallar Jón Gunnar um hvað þessi hugtök þýða nákvæmlega og hvernig dreifing á röngum og misvísandi upplýsingum hefur breyst með tilkomu samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Jafnframt ræðir hann um hvað rannsóknarniðurstöður segja okkur varðandi stöðu mála á Ísland. Er mikið af falsfréttum og upplýsingaóreiðu á Íslandi í samanburði við önnur ríki? Jón Gunnar skoðar málin út frá niðurstöðum á rannsóknum um upplýsingamiðlun um COVID-19, en hann sat í vinnuhópi þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 á Íslandi í fyrra. Hann tekur einnig dæmi úr rannsókn á nýafstaðinni kosningabaráttu hér á landi, en Jón Gunnar situr í stjórn Íslensku kosningarannsóknarinnar og sér um fjölmiðlahluta hennar.

Skýrslu vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/library/01–Frettatengt—myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/Skyrsla_uppl.oreidacovid19_25.10.20.pdf

Jón Gunnar Ólafsson er nýdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í fjölmiðlafræði árið 2019 frá Goldsmiths, University of London. Doktorsrannsóknin hans fjallaði um miðlun stjórnmálaupplýsinga í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og var styrkt af Economic and Social Research Council í Bretlandi. Jón Gunnar hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknaverkefna um fjölmiðla og stjórnmál, þar á meðal the Media for Democracy Monitor og the Worlds of Journalism Study. Hann hlaut þriggja ára rannsóknastöðustyrk úr Rannsóknasjóði (Rannís) árið 2021 þar sem hann beinir sjónum sínum meðal annars að upplýsingaóreiðu og fjölmiðlaumfjöllun um íslensk stjórnmál og COVID-19. Jón Gunnar tók sæti í stjórn Íslensku kosningarannsóknarinnar (ÍSKOS) fyrr á þessu ári og sér um fjölmiðlahluta hennar.

 

 

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

23.11.2021
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content