Endurtekin heimsókn á sýningu í Eddu, húsi íslenskunnar – 23. janúar

Frá Menningarhópi

Heimsókn á sýninguna Heimur í orðum í Eddu, húsi íslenskunnar verður endurtekin fimmtudaginn 23. janúar vegna mikillar aðsóknar. Mæting í Eddu kl. 14:00.

Við fáum leiðsögn um sýninguna þar sem sjá má fjölmörg íslensk handrit sem geyma ómetanlegan menningararf okkar. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Á sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum. Meðal handrita á sýningunni eru frægustu íslensku miðaldahandritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók.

Eftir sýninguna tyllum við okkur á kaffihús í Eddu og njótum samveru og spjalls yfir kaffibolla. Á kaffihúsinu greiðir hver fyrir sig.

Greiðsla fyrir aðgang að sýningunni er 1200 kr.

Vinsamlegast skráið ykkur og greiðið sem fyrst.  Munið að skrá hvern einstakling fyrir sig og borga þegar staðfesting á skráningu er fengin..

Reikningur U3A: 0301-26-011864

Kt: 430412-0430

Með kveðju frá stýrihópi,

Birna Sigurjónsdóttir

Edda, hús íslenskunnar

Staðsetning

Edda, hús íslenskunnar
Arngrímsgöta 5, 107 Reykjavík

Dagur

23.01.2025

Tími

14:00
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA
Uppbókað!
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content