Endurhönnun heilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 kl. 16:30 kemur Pálmi V. Jónsson, læknir til okkar í Hæðargarði 31 og flytur erindi sem hann nefnir: Endurhönnun heilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna.
Í fyrirlestrinum leiðir hann líkum að því að við séum nú komin á fjórða þrep heilbrigðisþjónustu á Íslandi en höfum ekki náð utan um þær miklu breytingar sem orðnar eru á viðfangsefnum hennar. Endurhönnun þjónustunnar í formi nýsköpunar og þróunar þarf að koma til. Kalla mætti það Stóra Samfélagsverkefnið í Heilbrigðisþjónustu, en slíkt verkefni er engu minna en Hringbrautarverkefni Landspítalans.
Pálmi V. Jónsson er læknir. Hann lauk framhaldsnámi í lyflækningum frá University of Connecticut og öldrunarlækningum frá Harvard Háskóla. Hann var yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala síðastliðin aldarþriðjung ásamt því að vera dósent og síðar prófessor í öldrunarlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands. Hann var í alþjóðlegum þróunarhópi, InterRAI og í stýrihópi Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Frá sjötugu hefur hann starfað sem ráðgjafi heimilislækna og hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 30.04.2024
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Pálmi V. Jónssonlæknir
álmi V. Jónsson er læknir. Hann lauk framhaldsnámi í lyflækningum frá University of Connecticut og öldrunarlækningum frá Harvard Háskóla.
Hann var yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala síðastliðin aldarþriðjung ásamt því að vera dósent og síðar prófessor í öldrunarlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands.
Hann var í alþjóðlegum þróunarhópi, InterRAI og í stýrihópi Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.
Frá sjötugu hefur hann starfað sem ráðgjafi heimilislækna og hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.
Næsti viðburður
- Gervigreind á mannamáli
-
Dagur
- 15 okt 2024
-
Tími
- 16:30