Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir
Skáldsagan Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir, hlaut óvænta athygli þegar
jarðhræringar og eldsumbrot hófust nýverið á Reykjanesskaga. Bókin kom út
örfáum mánuðum áður, og lýsir að nokkru leyti svipaðri atburðarás. Sigríður
Hagalín Björnsdóttir, höfundur bókarinnar, kemur á fund U3A í Hæðargarði 31
11. maí næstkomandi kl. 16:30. Hún les úr bókinni, fjallar um tilurð hennar og glímuna
við jarðvísindin og skáldskapinn, og svarar spurningum fundargesta nær og
fjær.
Sigríður stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og einnig við háskólann í Salamanca. Hún nam blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Frá árinu 1999 hefur Sigríður starfað með hléum sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún hefur meðal annars verið fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, haft umsjón með Kastljósi, verið varafréttastjóri fréttastofu RÚV og setið í stjórn RÚV ohf.[1]
Sigríður hefur sent frá sér þrjár skáldsögur, Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018) og Eldarnir (2020).
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 11.05.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Sigríður Hagalín BjörnsdóttirFréttamaður, sagnfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Heimsókn í Lyfjafræðistofnun og Ráðagerði
-
Dagur
- 23 sep 2024
-
Tími
- 11:00