Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir

Skáldsagan Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir, hlaut óvænta athygli þegar
jarðhræringar og eldsumbrot hófust nýverið á Reykjanesskaga. Bókin kom út
örfáum mánuðum áður, og lýsir að nokkru leyti svipaðri atburðarás. Sigríður
Hagalín Björnsdóttir, höfundur bókarinnar, kemur á fund U3A í Hæðargarði 31
11. maí næstkomandi kl. 16:30. Hún les úr bókinni, fjallar um tilurð hennar og glímuna
við jarðvísindin og skáldskapinn, og svarar spurningum fundargesta nær og
fjær.

Sigríður stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og einnig við háskólann í Salamanca. Hún nam blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Frá árinu 1999 hefur Sigríður starfað með hléum sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún hefur meðal annars verið fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, haft umsjón með Kastljósi, verið varafréttastjóri fréttastofu RÚV og setið í stjórn RÚV ohf.[1]

Sigríður hefur sent frá sér þrjár skáldsögur, Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018) og Eldarnir (2020).

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík

Dagur

11.05.2021
Expired!

Tími

16:30
Sold out!
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on email
Share on whatsapp

The event is finished.

Fyrirlesari

Scroll to Top
Skip to content