COP30 í Belém í Brasilíu

COP30 í Belém í Brasilíu

Þriðjudaginn 20. janúar kl. 16:30 fáum við til okkar Lauru Sólveigu Lefort Scheefer, forseta Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Hún deilir með okkur upplifun sinni frá COP30 í Belém í Brasilíu síðastliðinn nóvember og varpar ljósi á umhverfismál út frá sjónarhorni ungs fólks á Íslandi.

Sem hluti af íslensku sendinefndinni tók Laura m.a. þátt í samningaviðræðum og fundum, hélt erindi, kynnti fyrstu samnorrænu yfirlýsingu ungs fólks í loftslagsmálum, ræddi við unga leiðtoga frá ættbálkum í Amazonskóginum og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi ungmenna. Hún miðlaði jafnframt reynslu sinni heim til Íslands í fjölmiðlum og með reglulegum pistlum í Samfélaginu á Rás 1.

Með vinnu sinni leitast hún við að byggja brú milli kynslóða í baráttunni fyrir betri framtíð og spyr: hvernig geta yngri og eldri kynslóðir unnið betur saman að lausnum í loftslagsmálum?

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

20.01.2026

Tími

16:30
SKRÁ ÞÁTTTAKANDA

Skrá á viðburð

Available Miðar: 79
The ticket is sold out. You can try another ticket or another date.
  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Fyrirlesari

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content