Cloacina – saga fráveitu

Þriðjudaginn 5. apríl kl. 16.30 flytur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur erindi í Hæðargarði 31. Guðjón segir þar frá bókinni Cloacina – saga fráveitu. Í bókinni rekur Guðjón tilurð og sögu fráveitunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú saga er um margt merkileg og áhugaverð en jafnframt flestum lítt kunn.
Félagar U3A Reykjavík eru velkomnir í sal í Hæðargarði. Skráning er ekki nauðsynleg að þessu sinni.
Guðjón Friðriksson hefur skrifað tugi bóka, þar á meðal tvö bindi Sögu Reykjavíkur, sögu Faxaflóahafna og, ásamt Jóni Þ. Þór, sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands. Sömuleiðis allmargar ævisögur, sumar í mörgum bindum. Ævisögu Jóns Sigurðssonar forseta, Jónasar frá Hriflu, og Einars Benediktssonar svo eitthvað sé nefnt.
Guðjón hefur þrisvar hlotið íslensku bókmenntaverðlaunin, ennfremur verðlaun Jóns Sigurðssonar og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 05.04.2022
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Guðjón FriðrikssonSagnfræðingur
Guðjón Friðriksson er sjálfstætt starfandi rithöfundur og sagnfræðingur og liggja eftir hann fjölmörg ritverk. M.a. var hann einn af ritstjórum verksins Saga Reykjavíku.
Næsti viðburður
- Gamlir áhrifavaldar: Ari fróði, Konrad Maurer og Jónas frá Hriflu. Er unga fólkið að verða afhuga Íslendingasögunum?
-
Dagur
- 04 mar 2025
-
Tími
- 16:30