Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 16:30 flytur Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, erindi um samskipti íslands og Kína.
Í erindinu fjallar Baldur um aukin pólitísk, efnahagsleg og samfélagsleg samskipti Íslands og Kína frá 1995 til dagsins í dag. Sérstaklega verður fjallað um þau stakkaskipti sem urðu í samskiptum ríkjanna þegar íslensk stjórnvöld leituðu eftir aðstoð kínverskra stjórnvalda eftir hrun haustið 2008. Einnig verður fjallað um hvernig Bandaríkin hafa brugðist við samskiptum Íslands við Kína og hvernig tengsl landanna eru líkleg til þess að þróast á næstunni. Umfjöllunin byggir á nýlegri skýrslu um samskipti Íslands og Kína sem gefin var út af Rannsóknasetri um smáríki við Háskóla Íslands en Baldur er annar höfundur skýrslunnar.
Skýrsluna má finna hér: https://ams.hi.is/en/publication/94/
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 09.11.2021
- Expired!
Tími
- 16:30 - 18:00
The event is finished.
Fyrirlesari
Næsti viðburður
- Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu
-
Dagur
- 15 sep 2024