Áramótakveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Stjórn U3A óskar félagsmönnum gleðilegs árs og friðar!

Við hefjum starfið á nýju ári 12. janúar 2021 með fyrirlestri um raðgreiningar sem Páll Melsted prófessor við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu flytur. Við verðum síðan á þjóðlegum nótum í janúar, 19. janúar flytur Ingvar Hreinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni erindi um íslenska vita, en hann hefur farið fyrir vitaflokki Vegagerðarinnar og heimsótt alla vita á landinu undanfarin rúmlega 20 ár. 26. janúar verður fyrirlestur um íslenska þjóðbúninginn sem Sólveig Theódórsdóttir og Oddný Kristjánsdóttir sjá um. Þær eru báðar kvenna fróðastar um íslenska búninginn, Sólveig er formaður Heimilisiðnaðarfélagsins og Oddný hefur séð um að skrýða fjallkonuna árlega. Þann 2. febrúar fræðumst við síðan um innflytjendamál þegar Hallfríður Þórarinsdóttir flytur erindi um innflytjendalandið Ísland. Hallfríður hefur doktorspróf í menningarmannfræði frá The New School for Social Research í New York.

Fræðslufundir verða áfram aðeins í vefstreymi enn um sinn  en vonandi getum við sem fyrst boðið ykkur að vera einnig viðstödd í sal í Hæðargarðinum.

Með hækkandi sól getum við aftur skipulagt heimsóknir og ferðir og hafið hópastarf. Horfum bjartsýn til framtíðar!

Dagur

10.01.2021
Expired!

The event is finished.

Næsti viðburður

Flokkar
Scroll to Top
Skip to content