Áramótakveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Áramótakveðja frá stjórn U3A Reykjavík

Um leið og við óskum félagsmönnum árs og friðar viljum við þakka góða þátttöku í starfinu á árinu sem er að líða. Þriðjudagsfyrirlestrar í Hæðargarði hafa verið sérstaklega vel sóttir í haust, að meðaltali hafa 56 manns mætt í salinn og 152 að auki horft á upptöku af fyrirlestrum í þá viku sem þeir hafa verið aðgengilegir. Þannig njóta að meðaltali 208 manns fyrirlestranna. Viðburðir menningarhóps hafa verið vel sóttir og oftar en ekki fullbókað á þá. Aðrir hópar hafa einnig verið virkir og umhverfishópur hefur staðið að fyrirlestri um loftslagsmál og stefnir að málþingi í janúar.

U3A Reykjavík hefur nú gert samning við FEB sem felur í sér að formönnum félaga eldri borgara utan höfuðborgasvæðisins býðst að sýna félagsmönnum sínum upptöku fyrirlestra í þeirra samkomusal sem mun væntanlega auka áhorf enn frekar. Af þessu tilefni lengjum við tímann fyrir áhorf eftir á í tíu daga.

Í janúar eru fjölbreyttir fyrirlestrar og viðburðir á dagskrá sem fyrr. Þann 9. Janúar flytur Ólafur Páll Jónsson heimspekingur fyrirlestur um Borgaralega óhlýðni, 16. Janúar flytur Björn Örvar vísindastjóri Orf líftækni fyrirlestur sem hann nefnir Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr? Jón Björnsson verður með fyrsta hluta námskeiðs um sögustaði og mannvirki í Istanbul 18. janúar, námskeiðið er til undirbúnings ferð U3A félaga til Tyrklands næsta vor en er jafnframt opið öðrum áhugasömum U3A félögum. Annar hluti námskeiðsins verður 29. janúar og tvö skipti síðan í febrúar. 23. janúar kemur Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði til okkar með fyrirlestur sem nefnist: Palestína og Ísrael: óleysanleg deila? Menningarhópur efnir til heimsóknar á Ljósmyndasafn Reykjavíkur 24. janúarkl. 14:00.Spjall á kaffihúsi í miðborginni að heimsókn lokinni. 30. janúar stefnir umhverfishópur að málþingi í Hæðargarði 31 um loftmengun í þéttbýli áhrif á heilsu eldri borgara.

Stjórn U3A Reykjavík þakkar félagsmönnum góðar undirtektir við dagskrá félagsins á árinu sem er að líða. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2024.

Dagur

31.12.2023
Expired!

Tími

08:00 - 18:00

The event is finished.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content