Andlegt líf eldri borgara – tveggja daga námskeið
U3A Reykjavík býður upp á námskeið um andlegt líf eldri borgara dagana 22. og 23. október. Námskeiðið er haldið í Hæðargarði 31 sunnudaginn 22. október kl. 13-16 og mánudaginn 23. október kl. 16-19. Kaffi í hléi. Umsjónarmaður er Stefán Jökulsson.
Kjör og framfærslumál geta vissulega haft áhrif á andlegt líf okkar eldri borgara en á þessu námskeiði leitum við svara við spurningum sem snerta líf okkar og tilveru í víðara samhengi.
Stefán Jökulsson umsjónarmaður námskeiðsins, er 73 ára gamall eftirlaunamaður, fyrrverandi lektor við Háskóla Íslands og útvarpsmaður á sínum tíma. Hann lauk nýlega rannsóknartengdu MA námi við Háskólann á Akureyri um andlegt líf (spirituality) og snerti rannsókn hans meðal annars andlegt líf eldri borgara.
Þátttakendur hittast tvo daga í röð, í um þrjár klukkustundir í hvort sinn. Hvorn dag kynnir Stefán tvö umræðuefni og svo ræða þátttakendur möguleg svör við spurningum sem tengjast þeim. Þátttakendur á námskeiðinu geta einnig haft áhrif á það efni sem um er rætt.
Dæmi um spurningar:
- Erum við sátt við andlegt líf okkar og líðan á þessu aldursskeiði? Hvað gæti orðið til þess að okkur liði betur.
- Er hugsanlegt að hugmyndir (fordómar?), okkar sjálfra eða yngri kynslóða, þyngi róðurinn hjá okkur á síðasta æviskeiðinu?
- Hvernig sinnum við eldri borgarar tilfinningalífi okkar? Er eitthvað sem reynist okkur sérlega erfitt hvað það varðar?
- Er hugsanlegt að umhyggja gagnvart okkur eldri borgurum dragi stundum úr hugrekki okkar og virkni?
Í upphafi námskeiðsins ræðum við um tilhögun umræðunnar og hvernig við höldum innihaldi hennar til haga. En við getum endurskoðað fyrirkomulagið í lok fyrri dagsins ef við teljum það nauðsynlegt.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 22.10.2023
- Expired!
Tími
- 13:00 - 16:00
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Stefán Jökulssonfræðimaður
Stefán Jökulsson umsjónarmaður námskeiðsins, er 73 ára gamall eftirlaunamaður, fyrrverandi lektor við Háskóla Íslands og útvarpsmaður á sínum tíma. Ég lauk nýlega rannsóknartengdu MA námi við Háskólann á Akureyri um andlegt líf (spirituality)
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30