Áhrif umhverfis á líðan

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 16:30 kemur Páll Líndal, umhverfissálfræðingur til okkar í Hæðargarð 31 og fjallar um áhrif umhverfis á líðan okkar.
Rannsóknir hafa sýnt að náttúran hefur margvísleg áhrif á heilsu og líðan fólks. En hver eru þessi áhrif og af hverju? Í fyrirlestrinum verður fjallað um samspil fólks og náttúru, ólíka þætti náttúrulegs umhverfis og sálfræðileg áhrif þeirra á fólk.
Páll Jakob Líndal er doktor í umhverfissálfræði með áherslu á sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan. Páll á og rekur nýsköpunar- og ráðgjafarfyrirtækið ENVALYS, og hefur víðtæka reynslu í skipulagsmálum. Þá er Páll forstöðumaður diplómnáms í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík, kennari í umhverfissálfræði við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri auk þess að vera fyrirlesari, markþjálfi og pistlahöfundur hjá RÚV.
Páll hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að sálfræðileg sjónarmið fái sitt rými í hönnunar- og skipulagsferlum og lögð sé ríkari áhersla á samspil fólks og umhverfis.

Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 18.02.2025
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Páll Jakob Líndalumhverfissálfræðingur
Næsti viðburður
- Menningarhópur heimsækir RÚV
-
Dagur
- 19 feb 2025
-
Tími
- 14:00