Voru Agatha og Hercule leynilega trúlofuð?
Þriðjudaginn 12. september kl. 16:30 kemur Brynja Helgu Baldursdóttir til okkar í Hæðargarð og flytur erindi sem hún nefnir: Voru Agatha og Hercule leynilega trúlofuð? Fróðleikur um enska glæpasagnahöfundinn Agöthu Christie, ævi og ritstörf, ásamt nokkrum molum héðan og þaðan.
Brynja Helgu Baldursdóttir er íslenskufræðingur á eftirlaunum. Hún kenndi íslensku við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í tæp þrjátíu ár. Hún er mikil áhugamanneskja um bækur Agöthu Christie. Hún er einnig mjög áhugasöm um barnabækur og hefur flutt erindi um bækur Enid Blyton hjá U3A Reykjavík. Brynja hefur starfað í ýmsum ráðum og nefndum sem tengjast barnabókum.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 12.09.2023
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Brynja Helgu Baldursdóttiríslenskufræðingur
Brynja Helgu Baldursdóttir er íslenskufræðingur á eftirlaunum. Hún kenndi íslensku við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í tæp þrjátíu ár.
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30