Afganistan – sagan og fólkið
Þriðjudag 19. október kl. 16:30 verður Gunnar Hrafn Jónsson með fyrirlestur fyrir U3A Reykjavík. Hann mun fara stuttlega yfir sögu Afganistans og fólksins sem þar býr, rekja rætur þess ófriðar sem ríkt hefur í gegnum tíðina og hvernig eitruð hugmyndafræði og hagsmunir heimsvelda hafa lagt samfélagið í rúst. Þá verður tekið við spurningum eftir því sem tími leyfir.
Gunnar Hrafn Jónsson er fertugur blaðamaður úr vesturbænum og hefur starfað sem slíkur frá unglingsárum fyrir utan stutt hliðarspor sem Alþingismaður Pírata fyrir fimm árum. Hann hefur verið búsettur í Bretlandi, Kína og Þýskalandi og sérhæft sig í erlendum málefnum. Gunnar Hrafn fékk sérstakan áhuga á pólitískum hliðum Íslam og stríðsátökum í Miðausturlöndum þegar hann ferðaðist tvítugur til Palestínu þegar skærur stóðu þar sem hæst árið 2002.
Staðsetning
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9Dagur
- 19.10.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Gunnar Hrafn Jónssonblaðamaður
Háskólanám við The Open University of Hong Kong 2001–2003, háskólanám við Open University of the UK 2003–2005, B.Sc.-gráða (Hons) frá The Open University – Social Sciences 2005
Næsti viðburður
- Viltu tileinka þér vínlausan lífsstíl?
-
Dagur
- 07 jan 2025
-
Tími
- 16:30