Abraham

Þriðjudaginn 6. apríl ætlar Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur sem er félagsmönnum að góðu kunnur að flytja okkur erindi sem hann nefnir Abraham.
Í erindinu ætlar hann að tala um fyrsta hjólið, rifrildi við Drottinn, frumgerð flugvéla, röggsemi Mikjáls erkiengils, saltstólpa, fræga veislu en aðallega þó um Abraham, sem er sagður upphafsmaður eingyðistrúar og í uppáhaldi hjá múslimum, gyðingum og kristnum, þó svo eftir á megi finna að ýmsu sem hann gerði.

Staðsetning
Dagur
- 06.04.2021
- Expired!
Tími
- 16:30
The event is finished.
Fyrirlesari
-
Jón Björnssonsálfræðingur og rithöfundur.
Næsti viðburður
- Gamlir áhrifavaldar: Ari fróði, Konrad Maurer og Jónas frá Hriflu. Er unga fólkið að verða afhuga Íslendingasögunum?
-
Dagur
- 04 mar 2025
-
Tími
- 16:30