Málþing
Í ár eru tíu ár síðan U3A – Háskóli þriðja æviskeiðsins kom til Íslands og Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir réðst í að stofna U3A Reykjavík. Laugardaginn 15. október nk. höldum við málþing til að fagna þessum áfanga í starfi félagsins.
Málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 13:00-17:00. Undirbúningsnefnd hefur fengið til leiks frábæra fyrirlesara sem flytja stutt og snörp erindi.
Sjá dagskrána hér.
Uppistandarinn Ari Eldjárn er síðastur á dagskrá og í lokin verður boðið upp á samveru, spjall og léttar veitingar.
Félagsfólk er hvatt til að taka þátt og skrá sig. Málþingið er opið öllum og enginn aðgangseyrir.
Dagur
- 15.10.2022
- Expired!
Tími
- 13:00 - 17:00
The event is finished.
Næsti viðburður
- Haustferð U3A félaga til Istanbul, Konya, Efesus og Kappadokíu
-
Dagur
- 15 sep 2024