Viðburðir U3A Reykjavík í september 2022

Kæru félagar

Við hefjum vetrarstarfið með félagsfundi þriðjudaginn 6. september og hvetjum félagsfólk til að koma í Hæðargarð 31 og taka þátt í að móta starfið í vetur. Við höldum svo áfram fjölbreyttum og fræðandi fyrirlestrum:

  • Þriðjudaginn 13. september verður dr. Erna Sif Arnardóttir með fyrirlestur um mikilvægi svefns.
  • Þriðjudaginn 20. september kemur Bjarni Harðarson til okkar með fyrirlestur um Njálu.
  • Þriðjudaginn 27. september fáum við fyrirlestur um greiningu heilasjúkdóma sem dr. Lotta María Ellingsen heldur.

Við höldum áfram að streyma fyrirlestrum og taka þá upp svo fleiri geti notið þeirra en hvetjum ykkur sem getið til að mæta í salinn til að taka þátt í fræðast enn frekar af þeim frábæru fyrirlesurum sem koma til okkar.

Fimmtudaginn 8. september er boðið upp á gönguferð um Elliðaárdalinn og er það ein af gönguleiðum sem hannaðar voru í HeiM-verkefninu.

Menningarhópur heimsækir hellana við Hellu föstudaginn 9. september. Þessir viðburðir eru auglýstir á heimasíðunni og þar er hægt að skrá sig til þátttöku.

Við í stjórninni hlökkum til að hitta ykkur í vetur undir formerkjum fræðslu og virkni.

Birna Sigurjónsdóttir, formaður

Scroll to Top
Skip to content