Viðburðir U3A Reykjavík í mars 2023

fundur í Hæðargarði

Að venju verða fjölbreyttir fyrirlestrar hjá U3A Reykjavík á þriðjudögum í mars. Hæst ber þó aðalfundinn þriðjudaginn 21. mars sem haldinn verður í Hæðargarði á venjulegum fundartíma. Dagskrá fundarins er hefðbundin aðalfundardagskrá og verður hún send félagsmönnum eigi síðar en 7. mars, m.a. eru á dagskrá breytingar á samþykktum félagsins.

7. mars kl. 16:30 kemur Stefán Halldórsson til okkar í Hæðargarð með erindi sem hann nefnir: Ættfræðin þín á netinu. Hann fjallar um ýmis gagnasöfn á netinu og leitaraðferðir sem geta dregið fram margs konar upplýsingar og heimildir um forfeður, formæður og aðra ættingja.

8. mars kl. 20:30 stendur menningarhópur fyrir heimsókn í leikhús á sýninguna: Ég lifi enn – sönn saga. Þetta er ný dagsetning en sýningin sem við áttum miða á í febrúar var felld niður. Fyrir sýninguna ætlar hópurinn að hittast á veitingastaðnum Jómfrúnni kl. 18:30. Nokkrir miðar eru lausir á þennan viðburð.

14. mars kl. 16:30 fáum við Sigríði Hagalín Björnsdóttur til okkar og ætlar hún að lesa upp úr nýjustu bók sinni: Hamingja þessa heims og segja okkur frá tilurð hennar.

21. mars kl. 16:30 er aðalfundur U3A Reykjavík eins og áður er komið fram. Dagskráin er hefðbundin aðalfundardagskrá. Fundarstjóri verður Birna Bjarnadóttir.

28. mars kl. 16:30 ætlar Brynja Helgu Baldursdóttir að tala um höfundinn Enid Blyton sem var afkastamikill höfundur barnabóka sem margir þekkja.

Allir viðburðir verða auglýstir með góðum fyrirvara á heimasíðunni og í tölvupósti til félagsmanna. Fylgist með og takið þátt er hvatningin til allra félagsmanna.

 

Scroll to Top
Skip to content