Umhverfis- og loftslagsmál fá lítið vægi í aðdraganda kosninga

Umhverfisnefnd U3A Reykjavík hittist 8. nóvember til að skipuleggja næstu viðburði á vegum hópsins. Þriðjudaginn 19. nóvember fjallar Ingibjörg Svala Jónsdóttir um loftslagaðgerðir og verndun líffræðilegrar fjölbreytni og 14. janúar  fjallar Ásdís Hlökk Theódórsdóttir um áhrif vindorkuvera. Á fundinum komu fram áhyggjur af því að umhverfis- og loftslagsmál fái lítið vægi í áherslum flokka í aðdraganda kosninga og líka hjá  þáttastjórnendum hjá Rúv og öðrum fjölmiðlum  Þessi málefni ættu að vera í forgangi þar sem þau eru stærstu áskoranir samtímans. Landvernd birtir á heimasíðu sinni áskorun til frambjóðenda að mæta til kosninga með skýra stefnu í náttúru og loftslagsmálum https://landvernd.is/askorun-til-frambjodenda-fyrir-kosningar/ Við hvetjum alla til að skrifa undir þessa áskorun.

Scroll to Top
Skip to content