Stjórn U3A Reykjavík 2012-2013

Stjórn U3A Reykjavík 2012-2013

Fyrsta stjórn samtakanna, starfsárið 2012-2013

Fyrsta röð frá vinstri:

  • Jón Björnsson, ritari,
  • Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, formaður,
  • Snorri Welding.

Önnur röð frá vinstri:

  • Helga Margrét Guðmundsdóttir,
  • Ásdís Skúladóttir,
  • Erna Steinsdóttir, gjaldkeri,
  • Aðalbjörg Traustadóttir.

Stjórn U3A Reykjavík er skipuð sjö mönnum. Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi ár hvert og má sitja í þrjú ár. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára og geta setið að hámarki tvö kjörtímabil. Stjórnarmenn eru:

Aðalbjörg Traustadóttir er framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar fyrir Laugardals- og Háaleitishverfi.

Erna Steinsdóttir starfaði við endurskoðun og sem bókari í rúm fjörutíu ár áður en hún lét af störfum. Erna er  með Kvennaskólapróf.  

Ásdís Skúladóttir er forstöðumaður Félagsmiðstöðvar Reykjavíkurborgar að Hæðargarði 31. Ásdís starfaði áður sem leikari og leikstjóri á Íslandi og erlendis. Ásdís er með leiklistarpróf, kennaraskólapróf, BA gráðu í stjórnmálfræðum og með diploma í Master of Public Administration. Ásdís hefur fengið Ridddarakrossinn fyrir störf sín í þágu eldra fólks í gegnum árin.

Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir starfaði sem stjórnandi á Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar áður en hún lét af störfum. Ingibjörg er með mastersgráður í skipulagsfræððum og í mannauðsstjórnun.

Jón Björnsson er sálfræðingur og rithöfundur. Jón hefur m.a. starfað sem félagsmálastjóri á Akureyri og framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála í hjá Reykjavíkurborg.

Helga Margrét Guðmundsdóttir er deildarstjóri félagsstarfs í Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar að Hæðargarði 31. Helga er með B.A. gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræðum.

Snorri F. Welding  hefur aðallega starfað við  ráðgjafarverkefni á sviði rekstrar og stjórnunar. Snorri hefur menntun í stjórn- og rekstri heilbrigðisþjónustu og stundar núna nám í Kínverskum fræðum við Háskóla Íslands.

Scroll to Top
Skip to content