Mikill áhugi á streymi fyrirlestra frá U3A Reykjavík

Félagið tók upp þá nýbreytni í haust að streyma þriðjudagsfyrirlestrum til félagsmanna. Fyrstu vikur haustsins voru 20-30 gestir í sal í Hæðargarði auk þess sem fyrirlestrum var streymt en síðan 6. október hafa engir gestir verið í sal.

Félagsmenn fá senda vefsloð á fyrirlesturinn og geta tengst útsendingum í rauntíma kl. 16:30 á þriðjudögum en þeir geta einnig horft á upptöku af fyrirlestrinum vikuna eftir að hann var fluttur. Vaxandi fjöldi hefur fylgst með útsendingum og þegar Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fylgdust 34 félagar með í rauntíma og 164 horfðu og hlustuðu á upptökuna á eftir.

Þessi nýbreytni er því komin til að vera og við höldum áfram að streyma fyrirlestrum en jafnframt hlökkum við til að hitta félagsmenn í Hæðargarði þegar faraldurinn gengur niður.

Scroll to Top
Skip to content