Menningarhópur heimsótti Ríkisútvarpið fimmtudaginn 19. febrúar. Hópurinn fékk höfðinglegar móttökur hjá Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra og Sigrúnu Hermannsdóttur, viðburða-og þjónustustjóra RÚV.
Þau sýndu hópnum m.a. aðalsjónvarpsver RÚV, stúdíó A og B, kleikmyndaverkstæði og búningageymslu, útvarpsleikhúsið og loks innlit í hluta hinnar rómuðu „ Gullkistu“.