Fimmtudaginn 2. maí heimsótti menningarhópur U3A Reykjavík Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Þar tók á móti okkur Hlín Gylfadóttir , verkefnastjóri safnfræðslu hjá Borgarsögusaafni. Á veggjum safnsins var uppi sýning á fréttamyndum ársins og leiddi Hlín hópinn um sýninguna og benti á áhugaverðar myndir og einkenni góðra fréttamynda. Síðan sýndi hún hópnum nokkrar gamlar myndir úr safninu. Myndirnar lifnuðu við með skýringum hennar og ábendingum.
Eftir heimsóknina var haldið á Hressingarskálann og notið veitinga og samveru.
Heimsóknin á Ljósmyndasafniðð var síðasti viðburður menningarhópsins á þessu starfsári. Við mætum svo hress með mánaðarlega menningarviðburði næsta haust.