Gyðingaslóðir - Spurt og svarað

Hver sér um fararstjórn?
  • Söguferðir, Þorleifur Friðriksson og Jón Björnsson í samráði við stjórn U3A Reykjavík.
Hvenær verður farið?
  • Þegar pest lægir og friður kemst á.
Hver er áætluð tímalengd ferðarinnar?
  • Líklega 10-15 dagar.
Hver er áætlaður ferðakostnaður?
  • Ekki hægt að svara fyrr en tímasetning liggur fyrir, en gætt verður hagkvæmi.
Á hvaða staði verður farið?
  • Tillögur farastjóra er að litið verði til Berlínar, Prag, Varsjár, Kraká, Wroclaw, Łódź.
  • Sjá nánar drög að ferðaáætlun
Hvernig verður ferðast milli áfangastaða?
  • Gert er ráð fyrir að hópurinn verði með rútu á sínum vegum og hafi þannig möguleika á að skipuleggja ferðina eftir því sem vindar blása.

Hafirðu spurningar til fararstjóra, getur þú komið þeim á framfæri með því að senda tölvupóst til u3areykjavik@gmail.com
Efnisorð (subject): Fyrirspurn vegna ferðar um Gyðingaslóðir

Scroll to Top
Skip to content