Fundur með lettneskum sveitarstjórnarmönnum.

frétt 2024-12-03

Formaður og varaformaður U3A Reykjavík kynntu félagið og starfsemi þess fyrir hópi lettneskra sveitarstjórnarmanna á fundi miðvikudaginn 26. nóvember. Við greindum frá þeim markmiðum félagsins að stuðla að fræðslu og virkni félagsmanna alla ævi. Sögðum frá vinsældum þriðjudagsfyrirlestra svo og starfsemi hópanna sem eru virkir, heimsóknum og ferðalögum félagsmanna. Eftir kynningu okkar var spurt og spjallað, m.a. um hvernig við náum til félagsmanna með upplýsingar.

Félaginu berast reglulega erindi frá aðilum sem óskaa eftir kynningu á starfseminni og er í öllum tilvikum brugðist við slíkum beiðnum. Að þessu sinni var beiðnin frá fyrirtæki sem skipulagði Íslandsheimsókn lettneskra sveitarstjórnarmanna sem flestir starfa í mennta- og menningarmálum. Megináhersla hópsins var á að kynna sér fullorðinsfræðslu, hvata fullorðinna til frekari menntunar og fræðslutilboð til eldri borgara. Starfsemi U3A Reykjavík var því meðal þess sem hópurinn óskaði eftir að kynna sér.

Heimsókn hópsins frá Lettlandi til Íslands er hluti af evrópsku samstarfsverkefnis sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði EFTA.

Hjördís og Birna

Scroll to Top
Skip to content