Fyrsti fundur haustsins er miðvikudaginn 20. september, kl.19.30-21. Félagsmiðstöðinni Hæðargarði
Hópurinn hittist á þriggja vikna fresti. Á fundum er rætt um áhugaverðar bækur sem félagar hafa lesið.
Stundum er fólk hvatt til að lesa ákveðna bók eða höfund en aldrei er um skyldulesningu að ræða. Stundum koma í heimsókn rithöfundar eða bókmenntafræðingar.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður en nýskráning er á hverju hausti. Skráning: asdisskula@internet.i
Með bestu kveðjum og hlakka til að sjá ykkur sem flest.
Ásdís Skúladóttir umsjónarmaður hópsins.