Umhverfishópur U3A Reykjavík – Háskóla þriðja æviskeiðsins er með í samstarfsvettvangnum um líffræðilega fjölbreytni, BIODICE – sjá: https://biodice.is/ með það að markmiði að taka þátt í að auka samstarf, þekkingu og vitundum um líffræðilega fjölbreytni.
Viðburðurinn þriðjudaginn 18. apríl: Lífríki jarðar í hættu hefur verið settur sem liður í dagskrá Hátíðar líffræðlegrar fjölbreytni, sjá https://biodice.is/hatid2023/. Hátíðin stendur allt þetta ár og er röð marvíslegra viðburða sem leitast við að kynna og ræða þetta mikilvæga málefni.