Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur hélt í nóvember námskeiðið: Fjandinn, víti og hið illa fyrir félagsfólk í U3A Reykjavík. Námskeiðið skiptist á þrjú kvöld og rúmlega 40 manns sóttu það hverju sinni.
Fjandinn er persónugervingur hins illa og ein mikilvægasta persónan í mannheimum fyrr og síðar. Endur fyrir löngu var hann klárasti engillinn í risastórri englahjörðinni í himnaríki, en eftir innanríkisátök var honum fleygt þaðan út
Jón rakti í máli og myndum hugmyndir sem birtast í trúarbrögðum um hin illu öfl og endalok mannsins. Hann sýndi okkur hvernig listamenn á öllum tímum hafa túlkað sögur trúarbragðanna í myndum til að boðskapurinn nái til fólksins,