Keltnesk áhrif á Íslandi

 

Þorvaldur Friðriksson, sagnfræðingur flytur erindi um keltnesk áhrif á Íslandi fyrir U3A Reykjavík þriðjudaginn 8. nóvember kl. 16:30.

Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en margir halda. Þetta birtist í  meðal annars í örnefnum og tungumálinu. Mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Formæður Íslendinga ólust upp á Írlandi, í Skotlandi og á Suðureyjum og margt bendir til að meirihluti landnámskvenna hafi komið þaðan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í spjalli Þorvaldar Friðrikssonar sem sendi nýverið frá sér bókina ,,Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu“.

Þorvaldur lærði bókmenntir og sagnfræði við Háskóla Íslands og fornleifafræði við háskólana í Stokkhólmi og Gautaborg. Lokaritgerð hans fjallaði um keltneska húsagerð á Íslandi. Þorvaldur starfaði sem fréttamaður í erlendum fréttum á fréttastofu ríkisútvarpsins um langt árabil.

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31

Staðsetning

Félagsmiðstöðin, Hæðargarði 31
Hæðargarður 31, 108 Reykjavík
Website
https://maps.app.goo.gl/hAxuemMotw14hA5H9

Dagur

08.11.2022
Expired!

Tími

16:30

The event is finished.

Fyrirlesari

  • Þorvaldur Friðriksson
    Þorvaldur Friðriksson
    sagnfræðingur

    Þorvaldur hefur kannað keltnesk áhrif í íslenskri menningu um keltnesk orð í íslensku og keltnesk örnefni á Íslandi og flutt um það fjölda fyrirlestra sem hvarvetna hafa vakið mikla athygli.

Næsti viðburður

Scroll to Top
Skip to content